Þetta þarftu að upplifa einu sinni í lífinu

Það er alltaf hægt að finna eitthvað fallegt í París.
Það er alltaf hægt að finna eitthvað fallegt í París. mbl.is/Colourbox

Almenningur hefur haft góðan tíma til að velta fyrir sér lífinu og tilverunni að undanförnu. Að minnsta kosti eru ferðalög ekki að taka tíma fólks vegna ferðatakmarkana. Hins vegar hafa ferðalög á framandi staði sjaldan eða aldrei verið jafn eftirsóknarverð. 

Af þessum sökum hefur Ferðavefurinn tekið saman lista yfir hluti og staði sem allir þurfa að upplifa einu sinni í lífinu.  

Farðu á strönd í Japan

Þeir sem hafa komið til Japans eru sammála um að landið sé einstakt. Tveir þriðju hlutar Japans eru fjöll. Náttúran er margbrotin og fossar og heitir hverir fjölmargir. Strendurnar í suðurhluta landsins þykja með þeim bestu í heiminum. Það þurfa allir að prófa að slaka á í sólinni í Japan. Að gæða sér á góðum mat, skoða hönnunina og kaupa sér fallega hluti í landinu.

Prófaðu að vera í New York um jólin

New York þykir ein fallegasta borg Bandaríkjanna. Það sem er einstakt er að heimsækja borgina yfir jólin. Borgin er einstaklega vinaleg á hátíðisdögum. Það sem mælt er með að allir geri á jólunum í New York er að þræða Fimmta breiðstræti og enda í Tiffany's og kaupa þar skartgrip. Horfa á þakkargjörðarskrúðgönguna við Macy's og kaupa leikföng í fallegri leikfangadeild verslunarinnar. 

Það jafnast ekkert á við jólin í New York.
Það jafnast ekkert á við jólin í New York. mbl.is/Colourbox

Fylltu á fataskápinn í París

Þeir sem eru orðnir leiðir á svörtu fötunum í fataskápnum þurfa að safna í lítinn fatasjóð og koma sér til Parísar þegar tækifæri gefst. Frakkar eru með fágaðan stíl og bjóða upp á góð snið og einstök efni.

Það þarf ekki að kaupa marga hluti í París til að líta frábærlega vel út. Svo spillir heldur ekki fyrir að koma sér fyrir á grasbletti fyrir framan Eiffel-turninn, slaka á og virða fyrir sér mannlífið. 

Litirnir í náttúrunni í Japan eru einstakir.
Litirnir í náttúrunni í Japan eru einstakir. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert