Bjóða ferðir niður að skipsflaki Titanic

Ljósmynd/Wikipedia.org

Ferðamenn geta á næsta ári fengið að skoða skipsflak hins sögufræga Titanic. Það verður þó ekki á færi hins hefðbundna ferðamanns að kafa niður að skipinu því það kostar 125 þúsund bandaríkjadali eða rúmlega 17 milljónir króna. 

Ferðaþjónustufyrirtækið OceanGate Expeditions skipuleggur ferðirnar að skipsflakinu sem liggur á um 3,7 kílómetra dýpi tæpa 600 kílómetra undan ströndum Nýfundnalands. Stefnt er á sex ferðir á næsta ári á tímabilinu maí fram í september og hafa 36 miðar nú þegar verið seldir. 

Níu farþegar komast í hverja ferð, sem þýðir að í heildina eru 54 miðar í boði og aðeins 18 eftir. Ferðin tekur í heildina 8 daga og er hápunktur hennar köfun niður að skipinu. 

Titanic hefur hvílt á hafsbotni í 108 ár en skipið sökk þann 15. apríl árið 1912. Fyrsti könnunarleiðangurinn niður að skipsflakinu var árið 1985.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert