Bjóða „ótrúlega hagkvæm“ fargjöld í sólina

Andri Már Ingólfsson er forstjóri Aventura.
Andri Már Ingólfsson er forstjóri Aventura. Ljósmynd/Aðsend

Ferðaskrifstofan Aventura mun bjóða beint flug vikulega til Costa del Sol næsta sumar, ásamt beinu flugi til Alicante, Mallorca og Almeriu. Ferðamálafrömuðurinn Andri Már Ingólfsson er forstjóri Aventura. 

Í fréttatilkynningu frá ferðaskrifstofunni segir að ferðaskrifstofan hafi gert hagkvæman samning við danskt flugfélag. Kemur fram að fargjöldin verði „ótrúlega hagkvæm“. Flogið er með nýjum Embraer-vélum félagsins, sömu vélartegund og British Airways notar til fjölda áfangastaða sinna. Vélarnar eru með 118 sæti sem ferðaskrifstofan segir að sé fullkomin stærð fyrir íslenska markaðinn.

Fyrstu ferðir verða farnar í lok maí og verða flugsæti í boði til Alicante frá 29.990 krónum. Flugferðirnar fara í sölu í vikunni á vef Aventura

Ferðaskrifstofan heldur sínu striki um jólin.

„Jólaferð Aventura til Alicante þann 19. desember er vel bókuð, ljóst er að margir húseigendur vilja fara um jólin og njóta þeirra í sól og blíðu, og búist er við að í lok nóvember aflétti Spánverjar þeim takmörkunum sem eru vegna Covid,“ segir í fréttatilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert