MOM air reyndist vera gabb

MOM Air er lokaverkefni Odds Eysteins.
MOM Air er lokaverkefni Odds Eysteins.

Oddur Eysteinn Friðriksson, maðurinn á bakvið MOM air, hefur greint frá því að flugfélagið er ekki raunverulegt fyrirtæki heldur lokaverkefni hans í myndlist við Listaháskóla Íslands. 

Oddur tilkynnti um flugfélagið í byrjun mánaðar og lofaði öllu fögru í fréttatilkynningum. Þá fór hann í fjölda viðtala og tók það skýrt fram að um gjörning eða grín væri ekki að ræða. 

Í dag sendi hann hins vegar frá sér fréttatilkynningu þess efnis að MOM air væri lokaverkefnið hans og það væri nú til sýnis á Grandagarði 27 í Reykjavík. 

View this post on Instagram

A post shared by Odee (@odeeart)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka