Á meðan færri en vilja ferðast til Kanaríeyja er hægt að láta sig dreyma um eyjarnar og horfa á kvikmyndir sem teknar voru upp þar. Spænsku eyjarnar eru ekki bara vinsælar á meðal fólks sem vill sól og milt veður allan ársins hring. Margar vinsælar kvikmyndir hafa einnig verið teknar upp á eyjunum.
Stjörnustríðmynd, Jason Bourne og Fast & Furious-mynd eru meðal þeirra hollywoodmynda sem hafa verið teknar upp á eyjunum. Ástæða þess að kvikmyndaverin sækja í að mynda á Kanaríeyjum er ekki bara hiti og fallegt umhverfi heldur einnig há endurgreiðsla að því er fram kemur á vef The Sun.
Tenerife
Clash of the Titans
Fast & Furious 6
Apaplánetan
Jason Bourne
Gran Canaria
Wonderful Life
Fast & Furious 6
Allied
The Witcher
Fuerteventura
Wonder Woman
Solo: A Star Wars Story
The Dictator
The Eternals
Exodus