Áhugaverð umræða skapaðist á Twitter í vikunni þegar fólk skiptist á skoðunum um leiðinlegar og óspennandi borgir. Fólk var spurt hvaða borg sem það hefði komið í væri sú glataðasta.
Margar af borgunum sem fólk nefndi eiga það sameiginlegt að vera miklar iðnaðarborgir. Margir vonast til þess að komast í eina borgarferð á næsta ári en kannski ekki til þeirra borga sem nefndar voru í umræðunni.
Hér má sjá nokkrar skoðanir nafntogaðra einstaklinga sem tóku þátt í umræðunni.
„Nokkrar í Bandaríkjunum. Dallas ofarlega á lista, Spokane í Montana. En verst er sennilega þessi. Þetta safn var eina áhugaverða við staðinn. Sex stunda akstur frá Albuquerque, reyndar á Route 66 sem var geggjað,“ tísti vístindamiðlarinn Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu-Sævar og átti við borgina Roswell og birti mynd af geimverustyttum.
„Pattaya, Taíland. Viðbjóðslegt pleis sem fór langt fram úr hryllingsvonum,“ tísti Lilja Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ritstjóri DV.
„Zürich,“ tísti leikarinnn Villi Neto.
„Amman sennilega sú mest boring en Hong Kong fannst mér óþægilegust, það er eitthvað þrúgandi við að vera þar,“ Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata.
„Sé að hér hefur enginn komið til Bradford. Valley Parade er það næsta sem ég sá komast nálægt einhverju semi-huggulegu. Svo er Marseille nú ekki beint hugguleg,“ tísti Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri hjá Íslandsbanka.
„Minn gamli heimabær Coventry er algjört þrot. Þykir samt um hann,“ tísti Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
„Ég mótmæli því samt að það séu komnar tvær víetnamskar borgir á þennan lista. Ekki komið til Ha Long – og Nha Trang er náttúrlega bara Benidorm fyrir Rússa – en Hanoi, Saigon, Hoi An, Da Lat og Hue eru extra næs. Ég fílaði líka Da Nang ágætlega en skil að hún sé ekki allra,“ tísti rithöfundurinn Eirikur Örn Norðdahl.