Víkingur eins og Palli var einn í heiminum

Víkingur Heiðar Ólafsson ferðast mikið.
Víkingur Heiðar Ólafsson ferðast mikið. mbl.is/Einar Falur

Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson er einn af fáum sem eru á ferð og flugi þessa dagana.  Hann minnti á sögupersónuna Palla sem var einn í heiminum á ferðalagi sínu til Japans á dögunum en hann hefur birt einmanalegar myndir af flugvöllum sem eru vanalega troðfullir af fólki. 

„Millilending á flugvellinum í Zürich á leiðinni til Tókýó – líður eins og allur flugvöllurinn hafi verið skreyttur einungis fyrir mig,“ skrifaði Víkingur Heiðar á samfélagsmiðla sína og birti myndir af flugvellinum. Myllumerkið síðasti maðurinn á ferðalagi fylgdi með færslunni. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Víkingur birtir myndir af tómum flugvelli. Fyrr í nóvember birti hann mynd af tómlegum Heathrow-flugvelli þar sem mátti sjá tóm sæti, lokaðar búðir og lokaða veitingastaði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert