Leikkonan Rebel Wilson er komin aftur til Austurríkis. Hún dvelur nú í heilsumiðstöðinni Vivamayr Altaussee í austurrísku Ölpunum.
Wilson hefur notið alls þess sem Alparnir hafa upp á að bjóða og meðal annars farið á skíði.
Leikkonan setti heilsuna í fyrsta sæti á þessu ári og setti sér markmið um að komast niður í ákveðinn kílóafjölda fyrir lok árs. Hún byrjaði ferðalagið í heilsumiðstöðinni í Austurríki í upphafi árs og er snúin aftur þangað til að ná markmiðinu.