Aðdáendur hlaðvarpsþáttanna HÆ HÆ vita að skemmtikrafturinn Helgi Jean Classen er mikill göngugarpur. Helgi segir fjölmörg skemmtileg göngusvæði á höfðuðborgarsvæðinu og auðvelt að fara mislangar og miskrefjandi leiðir.
Úlfarsfell
„Ég labba mikið á Úlfarsfellið – en það eru alveg nokkrar góðar leiðir þangað upp og einfalt að finna tilbreytingu,“ segir Helgi.
Heiðmörk
„Heiðmörk er að sama skapi hvílík drottning. Það eru endalausir möguleikar á göngustígum þar alveg frá Norðlingaholti yfir í Hafnarfjörð.“
Elliðaárdalurinn
„Við vinirnir erum mikið á röltinu í Elliðaárdalnum þessa dagana. Þægilegt því það er hægt að taka eins stóra hring og hentar. Viðhafnarútgáfan nær frá Rafstöðvarhúsinu gamla alveg upp að Breiðholtsbrautinni og til baka.“