Myndir RAX vekja athygli í Bretlandi

Einar Geir Ingvarsson og Ragnar Axelsson.
Einar Geir Ingvarsson og Ragnar Axelsson.

Hetjur norðurslóða, nýjasta ljósmyndabók ljósmyndarans Ragnars Axelssonar, RAX, er til umfjöllunar á vef breska blaðsins The Guardian í dag. Bókin er óður til grænlenska sleðahundsins og sambandsins sem myndast hefur milli manns og hunds í veiðimannasamfélaginu á Grænlandi.

Í umfjöllun Guardian eru birtar nokkrar myndir og sagan á bak við þær fylgir með. Ragnar hefur ljósmyndað grænlensk samfélag síðastliðin 40 ár og fengið einstaka innsýn inn í veiðimannasamfélagið. 

Ragnar starfaði sem ljósmyndari á Morgunblaðinu í 46 ár en lauk störfum fyrr á þessu ári til þess að geta sinnt lífsverki sínu; að mynda mannlíf á norðurslóðum.

Þessa mynd má meðal annars finna í bókinni sem og …
Þessa mynd má meðal annars finna í bókinni sem og í umfjöllun The Guardian. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert