Það er íslenskt yfirbragð yfir jólakveðju Atlantshafsbandalagsins, NATO, sem gefin var út í dag. Liðsmenn séraðgerða- og spengjueyðingasveitar Landhelgisgæslunnar og eitt af vélmennum sveitarinnar eru í aðahlutverki í kveðjunni.
Sveitin hefur um árabil tekið þátt í friðargæslu- og mannúðarverkefnum undir merkjum Atlantshafsbandalagsins, meðal annars með þjálfun annarra sprengjusérfræðinga í sprengjueyðingu á átakasvæðum. Þá sér sveitin um Northern Challenge sem er alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga og er haldin hér á landi árlega. Atlantshafsbandalagið er bakhjarl æfingarinnar.
Happy holidays from all of us at NATO.
— NATO (@NATO) December 16, 2020
It's been a challenging year and we wish you a safe and stronger new year#WeAreNATO pic.twitter.com/XiyJQCqyF0