Vilborg flutti til Parísar að lifa drauminn

Vilborg býr í París og er að læra tungumálið og …
Vilborg býr í París og er að læra tungumálið og að koma sér vel fyrir í borginni um þessar mundir.

Vil­borg Víðis­dótt­ir flutti til Par­ís­ar í sum­ar að upp­lifa langþráðan draum um að búa í fal­leg­ustu borg ver­ald­ar að henn­ar mati og læra tungu­málið. Hún aðlag­ar sig ástand­inu en er ánægð og þá sér í lagi eft­ir að fólki er nú frjálst að fara ferða sinna á ný í borg­inni. 

„Það er stutt síðan við Par­ís­ar­bú­ar losnuðum úr „lockdown-i“ og það eru enn mikl­ar tak­mark­an­ir á frelsi okk­ar. Ég er mjög dug­leg að fara út og suður um alla borg og ég reyni eins og ég get að nýta allt sem hægt er til að njóta þess sem Par­ís hef­ur upp á að bjóða.“

Vil­borg er mik­il aðventu- og jóla­kona. 

„Mér finnst þessi tími æðis­leg­ur. Jóla­ljós­in og tón­list­in heilla. Skreyt­ing­arn­ar eru fal­leg­ar og spenn­an hjá börn­un­um áþreif­an­leg. Eins eru all­ir svo glaðir hér. Það er eitt­hvað skemmti­legt við það. Allt þetta prjál gleður mig.“

Vilborg hefur komið sér vel fyrir í fallegri íbúð í …
Vil­borg hef­ur komið sér vel fyr­ir í fal­legri íbúð í 13. hverfi Par­ís­ar borg­ar.

Ára­mót­in hjá Vil­borgu verða mjög ró­leg að þessu sinni en hún ætl­ar að passa upp á að vera með góðan mat og gleði í hjarta. 

„Það er ekki í boði hér núna í Par­ís að vera úti á ára­mót­un­um. Þannig að heima­húsagleði verður málið þetta árið. Á ára­mót­un­um ætla ég að horfa til baka og gleðjast yfir eig­in sigr­um á ár­inu sem er að líða. Þetta var ár mik­illa og góðra breyt­inga hjá mér per­sónu­lega og ég ætla að halda áfram á þeirri braut á nýja ár­inu. Hug­rökk og bjart­sýn.“

Jólaskraut í anda Parísarbúa.
Jóla­skraut í anda Par­ís­ar­búa.

Hvers vegna flutt­ir þú til Par­ís­ar á ár­inu?

„Það var búið vera draum­ur minn í mörg ár að flytja til Par­ís­ar, læra tungu­málið og kynn­ast franskri menn­ingu. Ég tók svo ákvörðum um að reyna að láta þann draum ræt­ast og í sum­ar tókst mér það. Ég ákvað þá að flytja til Par­ís­ar og setj­ast hér að, þannig að hér er heim­ilið mitt núna. Það er dá­sam­legt að upp­lifa draum­inn sinn þrátt fyr­ir að ástandið sé und­ar­legt og ég hef trú á því að það geti bara orðið betra þegar hlut­irn­ir kom­ast í betra horf.“

Vil­borg er ennþá að kom­ast inn í jól Par­ís­ar­búa. 

„Ég á von­andi eft­ir að kynn­ast þeirra jóla­haldi á kom­andi árum. Ég veit að fólk kem­ur sam­an og borðar góðan mat og sum­ir skreyta en meira veit ég bara ekki.“

Hún seg­ir að hvert sem litið er í Par­ís sé eitt­hvað fal­legt að sjá.

„Mitt upp­á­halds­hverfi er Le Mara­is, þar er gam­an að ganga um og þar er mikið líf. Mér finnst einnig æðis­legt að sitja á bökk­um Signu og njóta augna­bliks­ins. Það fyll­ir mig mik­illi gleði.“

Vilborg tók þessa fallegu mynd á göngu um París nýverið.
Vil­borg tók þessa fal­legu mynd á göngu um Par­ís ný­verið.

Hvað ósk­arðu þér að árið 2021 beri í skauti sér?

„Ég vona að heim­ur­inn verði betri og fyr­ir mig per­sónu­lega þá vona ég að góð heilsa og al­menn ham­ingja verði það sem árið 2021 fær­ir mér.“

Í hverju ætl­arðu að vera á ára­mót­un­um og hvað ætl­arðu að gera?

„Ég er mik­il buxna­kona. Á ára­mót­un­um er ég oft­ast í fal­leg­um bux­um og ein­hverju spari­legu við sem mjög gjarn­an er glimmer- eða pallí­ettu­skreytt. Mér finnst ára­mót­in kalla á smá glamúr og svo eru háir hæl­ar al­veg ómiss­andi við.

Ef allt hefði verið eðli­legt í ver­öld­inni hefði ég fagnað ára­mót­un­um með flug­eld­um og fjöri á göt­um Par­ís­ar. En það er ekki hægt núna þannig að ég kem til með að fagna nýja ár­inu yfir góðum mat, með gott vín í glasi, og stödd í minni upp­á­halds­borg og læt mig hlakka til næstu ára­móta hér í tjúlluðu stuði. „La vie est belle!“

Á hverju götuhorni eru fallegar blómabúðir.
Á hverju götu­horni eru fal­leg­ar blóma­búðir.

Bestu hátíðis­dag­arn­ir eru þegar maður finn­ur fyr­ir þakk­læti og ham­ingju með það sem maður hef­ur. Góð tónlist, góður mat­ur, súkkulaði og góð bók er klass­ískt og svo er auðvitað best ef hægt er að vera með þeim sem maður elsk­ar mest.“

Vilborg er ánægð með árið sem er að líða enda …
Vil­borg er ánægð með árið sem er að líða enda var það ár breyt­inga og drauma sem rætt­ust.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert