Fyrir þá sem eru andlausir við að skreyta hjá sér fyrir jólin má alltaf benda á skreytingarnar í Puglia-héraði sem eru einstakar fyrir margra hluta sakir.
Puglia er heillandi hérað á Ítalíu sem hægt er að heimsækja árið um kring. Héraðið er langt og mjótt og teygir sig langt upp eftir hælnum á ítalska stígvélinu með sína fallegu strandbæi og stórkostlegu strendur.
Héraðið er um 19.400 ferkílómetrar að stærð og íbúar þess fjórar milljónir.
Það er dásamlega fallegt á staðnum og íbúar duglegir að deila því með veröldinni á samfélagsmiðlum.