Rihanna á Barbados um jólin

Rihanna heldur upp á fæðingarstað sinn Barbados.
Rihanna heldur upp á fæðingarstað sinn Barbados. mbl.is/AFP

Fáir elska Barbados jafnheitt og söngkonan Rihanna sem fædd árið 1988 í Saint Michael þar sem hún bjó í látlausu húsi með foreldrum sínum og tveimur bræðrum til sextán ára aldurs. 

Fólkið á Barbados virðist bera sömu tilfinningar til hennar, enda er haldið upp á sérstakan Rihönnudag þar árlega. 

Allt frá því hún flutti frá Barbados hefur Rihanna verið dugleg að leggja sitt af mörkum til að styðja við menntun á staðnum, eins hefur hún fengið fjölmarga erlenda fjárfesta til að taka þátt í verkefnum á eyjunni. 

Söngkonan mætti á einkaflugvél til Barbados á miðvikudaginn í síðustu viku og þótt ekki sé mælt með ferðalögum um þessar mundir var hún með viðeigandi viðbúnað og grímu þegar hún lenti. 

Rihanna bauð Oprah með sér fyrir nokkrum árum að skoða húsið sem hún bjó í til sextán ára aldurs. Húsið er orðið þekkt á Barbados og banka margir upp á hjá húseigandanum til að skoða æskuslóðir söngkonunnar. 

Söngkonan er mjög vinaleg við alla og þegar aðdáandi birti nýverið myndband af sér með henni á bensínstöð kom það ferðalaginu hennar fyrst í fréttirnar.   

The New York Post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert