Vilja skrá Tsjernóbíl á heimsminjaskrá

Stjórnvöld í Úkraínu hafa sótt um að láta skrá Tsjernóbíl-kjarnorkuverið í bænum Pripyat á heimsminjaskrá UNESCO. Með þessu vonast stjórnvöld til þess að gera bæinn og kjarnorkuverið að enn vinsælli ferðamannastað. 

Ef vel gengur að gera staðinn að aðlaðandi ferðamannastað standa vonir til að nægt fjármagn verði til að viðhalda byggingum og minjum tengdum kjarnorkuslysinu.

Vinsældir Pripyat og Tsjernóbíl jukust mikið sumarið 2019 þegar hinir margverðlaunuðu þættir Chernobyl komu út. Þættirnir vöktu athygli margra á slysinu og drógu að þúsundir ferðamanna sem vildu kynna sér aðstæður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert