Lúxusgisting á einum flottasta flugvelli í heimi

Jewel Changi flugvöllurinn í Singapúr er magnaður.
Jewel Changi flugvöllurinn í Singapúr er magnaður. Skjáskot/Instagram

Jewel Changi flugvöllurinn í Singapúr er af mörgum talinn einn flottasti flugvöllur í heimi. Þar er nú hægt að fara í svokallaða glæsilegu (e. glamping) þar sem er gist í lúxustjöldum. 

Flugvöllurinn sjálfur er undursamlega fallegur en þar er að finna stærsta innandyrafoss í heimi og hálfgerðan frumskóg. Það yrði því mjög framandi að dvelja í tjaldi á vellinum. 

Hægt er að velja úr tveimur valmöguleikum: Cloud9 Piazza er á fimmtu hæð flugvallarins með útsýni yfir HSBC-fossinn og Shiseido-frumskógurinn er á jarðhæðinni. Skógurinn er ekkert slor er þar er meðal annars að finna gönguleiðir.

Auk glæsilegu er hægt að bóka svokallaða „nótt á flugvellinum“. Pakkinn er hugsaður fyrir fjölskyldur með börn sex ára eða eldri sem vilja ekki vera á hraðferð á ferðalaginu.

Nóttin í tjöldunum á flugvellinum kostar á bilinu 30 til 36 þúsund íslenskar krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert