Breyttu skólabíl í draumaheimilið

Harry og Hannah Shaw keyptu skólarútu og gerðu hana að …
Harry og Hannah Shaw keyptu skólarútu og gerðu hana að drauma heimilinu sínu. Skjáskot/Instagram

Hin áströlsku Harry og Hannah Shaw keyptu skólabíl í ágúst árið 2018. Þau hafa nú eytt rúmum tveimur árum í að gera hann upp og er hann orðinn að draumaheimili þeirra. 

Það fór mikil vinna í að gera bílinn upp en hann var enn notaður sem skólabíll þegar þau keyptu hann af litlu rútufyrirtæki. Þau höfðu enga þekkingu á því að gera upp rútu áður en þau lögðu af stað í þetta ævintýri en lærðu allt sem þau þurftu á YouTube auk þess sem þau fengu hjálp hjá fjölskyldu og vinum. 

Þau ferðast nú um Ástralíu á bílnum og njóta lífsins, en bæði geta þau unnið fjarvinnu í bílnum. 

Harry og Hannah á nýja heimilinu sínu.
Harry og Hannah á nýja heimilinu sínu. Skjáskot/Instagram



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka