Uppáhaldsstaðir íslensku áhrifavaldanna

Áhrifavaldarnir skelltu sér út á land í sumar.
Áhrifavaldarnir skelltu sér út á land í sumar. Samsett mynd

Ísland var í forgrunni ferðasumarið mikla árið 2020. Þegar hlé kom í heimsfaraldrinum í sumar nýttu margir tækifærið og skoðuðu landið okkar fallega. Margir áhrifavaldar skelltu sér út á land og voru nokkrir áfangastaðir meira áberandi en aðrir á Instagram hjá þeim. 

Krauma

Hvers kyns laugar voru að sjálfsögðu mjög vinsælar hjá áhrifavöldunum í sumar. Birgitta Líf Björnsdóttir, Aldís Eik Arnarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Sunneva Einarsdóttir, Auður Gísladóttir og Sara Rós Tómasdóttir skelltu sér til að mynda allar sama daginn í Kraumu í Borgarfirði. Þær nýttu tækifærið og tóku myndir af húðvörulínu Lauga Spa og klæddust sundbolum frá 66° Norður.

Áhrifavaldadagur í Kraumu.
Áhrifavaldadagur í Kraumu. Samsett mynd

Milk Factory

Gistiheimilið Milk Factory á Höfn í Hornafirði var vinsæll áfangastaður þeirra sem skelltu sér hringinn um landið. Gistiheimilið er gríðarlega fallegt en það var áður Mjólkursamlag. Lína Birgitta Sigurðardóttir og kærasti hennar Guðmundur Birkir Pálmason eyddu nokkrum nóttum þar í sumar og birti Lína fallegar myndir af gistiheimilinu.

Siglufjörður

Það var margt um manninn flestar helgar á Siglufirði í sumar og stundum varð ekki þverfótað fyrir áhrifavöldum og stórstjörnum. 

Siglufjörður var vinsæll áfangastaður í sumar.
Siglufjörður var vinsæll áfangastaður í sumar.

Stuðlagil

Það var enginn maður með mönnum nema heimsækja Stuðlagil í sumar. Helgi Jean Claessen sló eftirminnilega í gegn þegar hann fór niður gilið á einhyrningskút sem hefur notið mikilla vinsælda hjá áhrifavöldum.

Sunneva Einars heimsótti Stuðlagil.
Sunneva Einars heimsótti Stuðlagil. Skjáskot/Instagram

Bubble 

Búbbluhúsin hafa verið einstaklega vinsæl í sumar og haust. Fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir hélt upp á 37 ára afmælið sitt með nótt í búbblunum með kærasta sínum Eiði Birgissyni. Tónlistarkonan Bríet heimsótti líka búbblurnar í haust með kærastanum Rubin Pollock.

View this post on Instagram

A post shared by M A N U (@manuelaosk)

Reynisfjara

Reynisfjara er ekki bara helsti viðkomustaður erlendra ferðamenna heldur líka áhrifavalda. Það var stríður straumur af áhrifavöldum í Reynisfjöru í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert