Ísdrottningin skellti sér beint í brekkurnar

Ásdís Rán fór á skíði í Búlgaríu.
Ásdís Rán fór á skíði í Búlgaríu. Skjáskot/Instagram

Ásdís Rán Gunnarsdóttir er farin aftur heim til Búlgaríu eftir jólafrí á Íslandi. Ísdrottningin stendur undir nafni og var mætt í brekkurnar á skíðasvæðinu Vitosha í höfuðborginni Sófíu um síðustu helgi með dóttur sinni. 

„Fyrsti skíðadagurinn í Sófíu. Það var því miður aðeins of kalt en þrátt fyrir það fengum við frískt loft í fjöllunum í nokkra klukkutíma. Þetta er besta skíðasvæðið í Sófíu, 1.800 metrum fyrir ofan borgina,“ skrifaði Ásdís Rán. 

Ásdís Rán sagði frá því í viðtali við ferðavef mbl.is fyri tæpu ári að hún hefði byrjað aftur á skíðum á fullorðinsaldri eftir 30 ára hlé. Nú finnst henni ómissandi að anda að sér fjallaloftinu á skíðasvæðunum. Stutt er í góð skíðasvæði í Evrópu þar sem hún býr og segir hún Búlgaríu bjóða upp á nokkur góð svæði. „Það eru nokk­ur góð skíðasvæði hér og ég fer ef­laust aft­ur áður en snjór­inn fer,“ sagði Ásdís Rán í fyrra og nefndi meðal annars skíðasvæðið Borovet. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert