Verða læknar hluti af þjónustu á hótelum?

Mövenpick BDMS Wellness Resort í Bankok býður upp á heimsóknir …
Mövenpick BDMS Wellness Resort í Bankok býður upp á heimsóknir frá lækni og hjúkrunarfólki daglega. mbl.is/skjáskot Instagram

Þeir sem eru staddir í Bangkok í Taílandi og eru komnir með nóg af sóttkví með fjölskyldunni geta skráð sig inn á Mövenpick-hótelið og lokað sig þar af í nokkrar vikur á meðan þeir finna sjálfa sig aftur. Hótelið, sem er rómað heilsuhótel, býður upp á daglegar heimsóknir frá læknum og hjúkrunarfólki, hægt er að velja á milli 150 rétta af matseðli, tvö kórónuveirupróf eru innifalin í gistipakkanum og fólk fær vítamín sem eflir ónæmiskerfið. 

Í hverju herbergi eru baðkar, svalir, sjónvarp og jógadýna. 

Erlendir sérfræðingar í Bangkok eru markhópur sóttvarnatilboðsins sem og þeir sem vilja verjast veirunni eða eru að ná sér eftir smit og veikindi. 

Það verður áhugavert að fylgjast með þróun mála í hóteliðnaðinum, hvort fleiri hótel muni fylgja á eftir og bjóða upp á heilbrigðisstarfsfólk sem hluta af þjónustu við gesti. 

Enda hefur kórónuveiran haft talsverð áhrif á suma þeirra sem fá hana. 

Travel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert