Byggja fljótandi lúxushótel

Lúxushótelið mun fljóta í höfninni við Dubai.
Lúxushótelið mun fljóta í höfninni við Dubai. Ljósmynd/Sea Palace

Stefnt er að því að byggja fljótandi lúxushótel í höfninni við Dúbaí. Hótelið, sem mun bera nafnið Sea Palace, er byggt af Seagate Shipyard og verður það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. 

Um er að ræða sex aðskildar einingar sem munu fljóta um höfnina á sjálfstýringu. Í því verða gegnsæ gólf en húsgöngin hannar Aston Martin. 

„Ég held að svona verkefni muni skapa sprengju í ferðamannabransanum,“ sagði Mohammed El Bhawravi, stofnandi Seagate Shipyard, í viðtali við Lonely Planet

Dúbaí opnaði aftur fyrir ferðamönnum í júlí og þurfa ferðalangar að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf, tekið innan 96 tíma fyrir komu.

Gegnsætt gólf verður á hótelinu.
Gegnsætt gólf verður á hótelinu. Ljósmynd/Sea Palace
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert