Pence þarf að sætta sig við almennt farþegarými

Mike Pence þarf að sætta sig við að sitja á …
Mike Pence þarf að sætta sig við að sitja á meðal almennings þegar hann ferðast. AFP

Fyrrverandi varaforsetinn Mike Pence hefur ekki lengur aðgang að því allra besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Á dögunum sáust hann og eiginkona hans Karen fljúga frá Saint Crox til Charlotte í Norður-Karólínu og athugli vakti að varaforsetinn fyrrverandi keypti sæti á almennu farþegarými. 

Þegar Pence var varaforseti hafði hann aðgang að einkaþotunni Air Force 2 sem var eflaust aðeins meiri lúxus en hann þarf að sætta sig við í dag. Varaforsetinn stendur nú í húsnæðisleit en samkvæmt heimildum TMZ stefna þau á að flytja aftur til Indiana-ríkis.

Pence er ekki sá fyrsti úr innsta hring Donalds Trumps fyrrverandi forseta til þess að þurfa að sætta sig við verstu sætin í vélinni. Sonur Trumps, Eric, flaug með eiginkonu sinni og börnum á almennu farþegarými í lok janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert