Það er mjög algengt að fólk sé hrætt við að fljúga, það á líka við um fræga fólkið. Margir hverjir hafa vanið sig á að fylgja ákveðinni rútínu sem veitir öryggiskennd.
„Þegar ég fer um borð stíg ég alltaf fyrst með hægri fót og snerti vélina að utan. Þetta hef ég alltaf gert. Ég trúi því að þetta færi mér lukku. Einhver sagði mér að gera þetta, ég man ekki hvenær, en þetta festist í mér.“
„Ég á lukkupenna – ég hef átt hann síðan ég var barn og er alltaf með hann á mér. Ég hef ekki týnt honum enn sem komið er. Ég hef hins vegar týnt öllu öðru! Ég er með örlitla áráttu-þráhyggjuhegðun. Í hvert sinn sem ég flýg þarf ég að snerta flugvélina að utanverðu þrisvar sinnum áður en ég fer um borð.“
Ben Affleck þróaði með sér flughræðslu ungur að árum. Hann var níu ára þegar hann var um borð í flugvél og vélin fékk eldingu í sig, það kviknaði í henni og þurfti að nauðlenda.
„Ég þróaði með mér flughræðslu þegar ég varð tvítug. Allt í einu varð ég rosalega hrædd við að fara um borð í flugvél. Ég þurfti að finna einhver ráð til þess að kljást við hræðsluna því ég vildi ekki fá kvíðaköst í hvert sinn sem ég færi um borð. Ég hlusta alltaf á Britney Spears þegar ég flýg því ég veit að ég mun ekki brotlenda hlustandi á Britney Spears!“
Kirsten Dunst reynir að vinna bug á óttanum með því að vera með hljóðeinangrandi heyrnartól um borð. Þannig getur hún leitt vélarhljóðin hjá sér og reynt að einbeita sér að áfangastaðnum.