Synti á móti straumnum og fór austur

Jóhannes Haukur skellti sér austur í vetrarfríinu.
Jóhannes Haukur skellti sér austur í vetrarfríinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leikarinn Jóhannes Haukur hélt austur í vetrarfríinu. Stór hluti landsmanna hefur lagt leið sína norður í land síðustu daga og vikur en Jóhannes og fjölskylda fóru í aðra átt. Austurland heillaði fjölskylduna þar sem færra fólk var en í troðfullu Hlíðarfjalli. 

Veðrið lék við Jóhannes og fjölskyldu í brekkunum og skíðasvæðin í Oddsskarði og í Stafdal skörtuðu sínu fegursta. Miðað við myndir frá Jóhannesi Hauki naut fjölskyldan þess að skíða innanlands í vetrarfríinu. 

Skíðasvæðið í Stafdal er við þjóðveg núm­er 93 á milli Seyðis­fjarðar og Eg­ilsstaða. Þrjár lyft­ur eru á svæðinu og fjöl­breytt­ir mögu­leik­ar í leiðavali. Þar er líka göngu­skíðabraut.

Odds­skarð hent­ar bæði byrj­end­um, fjöl­skyld­um, æv­in­týra­fólki og þeim sem vilja halda sig á göngu­skíðunum. Þrjár lyft­ur eru á svæðinu og einnig göngu­skíðabraut. Svæðið er við þjóðveg núm­er 92 og er ekið upp frá Eskif­irði.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert