Nú þegar fáir geta ferðast á tímum heimsfaraldurs nýta margir sér tæknina og fara í eins konar ferðalag á Google Maps eða Google Earth. Kona nokkur í Michigan í Bandaríkjunum rak upp stór augu á einu slíku ferðalagi um heiminn þegar hún fann eyju sem henni þótti nokkuð skondin í laginu.
Eyjan sem hún fann heitir Trinity-eyja og er við strendur Nýju-Kaledóníu. Hún er um 500 metrar að lengd og þegar að er gáð er hún nokkuð undarleg í laginu og líkist held getnaðarlim.
Ekki er vitað hvort eyjan sé byggð en á næstu stóru eyju í grenndinni búa um 3.400 manns.
Konan birti myndina af eyjunni í Facebook-hópi fyrir aðdáendur Google Earth og skrifaði: „Var að skoða mig um Trinity-eyjar og þetta kom upp og ég hugsaði: „Vá þetta lítur alveg út eins og óumskorið typpi“,“ skrifaði konan.