Kappaksturskonan Danica Patrick virðist lítið vera að velta sér upp úr því að fyrrverandi kærasti hennar, NFL-leikmaðurinn Aaron Rodgers, hafi trúlofast heimsfrægri leikkonu á dögunum. Hún nýtur nú lífsins í Egyptalandi.
Patrick og Rodgers hættu saman í júlí á síðasta ári eftir rúmlega tveggja ára samband en hann er nú trúlofaður leikkonunni Shailene Woodley.
„Þetta var löng og mögnuð tveggja vikna ferð sem endaði í gærmorgun með hinum mögnuðu píramídum og sfinx ... undir fullu tungli að sjálfsögðu,“ skrifaði Patrick við mynd af sér í eyðimörkinni.