Lifðu eins og stjarna í næsta fríi

Mick Jagger, Rihanna og Wayne Rooney leigja eignir sínar út.
Mick Jagger, Rihanna og Wayne Rooney leigja eignir sínar út. Samsett mynd

Stjörnurnar fara ekki í eins frí og við hin. Þau leigja heilu einkaeyjurnar og villurnar á meðan hinn almenni borgari telur sig vel settan á hóteli með sundlaug á Tenerife. En ef þú hefur hug á að lifa eins og stjarna í næsta fríí geturðu leigt eignir stjarnanna. Það er þó reyndar ekki jafn hagstætt og hótelherbergi á Tenerife. 

Villa Waynes Rooneys á Barbados

Fótboltamaðurinn Wayne Rooney á fimm herbergja villu á Barbados sem er til leigu. Með henni fylgir líka lítið tveggja herbergja kot. Vikan kostar 4,4 milljónir króna.

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP

Hús Rihönnu í Hollywood

Tónlistarkonan Rihanna leigir út sex herbergja heimili sitt í Hollywood á 1,1 milljón króna á viku. Í garðinum er góð sundlaug og í húsinu er heilsulind. Sjálf býr Rihanna í London svo hún flækist ekki fyrir gestum.

Rihanna.
Rihanna. AFP

Villa Sting á Ítalíu

Söngvarinn Sting á villu á Ítalíu sem hann leigir út. Villan er vinsæl til útleigu fyrir brúðkaup en vikan kostar aðeins rúma milljón króna. Níu svefnherbergi eru í aðalhúsinu og fimm í gestahúsinu. 

Sting og Trudie Styler.
Sting og Trudie Styler. AFP

Hús Leonardos DiCaprios í Kaliforníu

Leikarinn Leonardo DiCaprio leigir húsið sitt í Palm Springs fyrir rúmar fjórar milljónir króna á viku. Húsið var byggt árið 1964 fyrir kærustu leikarans Burts Reynolds en er í eigu DiCaprios í dag. 

Leonardo DiCaprio.
Leonardo DiCaprio. AFP

Villa Micks Jaggers í Karíbahafinu

Tónlistarmaðurinn Mick Jagger á einstaklega heillandi villu í japönskum stíl á eyjunni Mustique í Karíbahafinu. Vikan kostar aðeins 3,8 milljónir króna. 

Mick Jagger.
Mick Jagger. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert