Brutu lög til að fara á slóðir Drakúla

Whitby Abbey
Whitby Abbey Unsplash.com/David Hawkes

Skoskt par ákvað að hunsa ströng lög um samkomubann vegna kórónuveirunnar og lagði land undir fót. Þau voru á leið frá Edinborg til Cambridge þegar þau ákváðu að stoppa við Whitby Abbey til þess að skoða rústirnar frægu en Drakúla heimsótti þann stað í bók Brams Stokers.

Þau voru sektuð af lögreglunni fyrir að brjóta reglur sem banna öll ferðalög sem ekki eru talin nauðsynleg. Þau eru þó ekki einu ferðalangarnir sem hika ekki við að brjóta reglur til þess að skoða Whitby Abbey. Að sögn lögreglu umdæmisins hafa þó nokkrir þóst vera um borð í rangri lest þrátt fyrir að lestarmiðinn þeirra tiltaki sérstaklega áfangastaðinn Whitby.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert