Fegurstu strendur Evrópu

Strendur eru ómissandi þáttur af ferðalögum.
Strendur eru ómissandi þáttur af ferðalögum. AFP

Tenerife og Benidorm er ekki það eina sem kemur til greina þegar strendur eru annars vegar. Fegurstu strendur Evrópu eru ekki endilega þær sem flestir ferðamenn heimsækja eins og fram kemur á vef Condé Nast Traveller. Hefur þú heimsótt þessar strendur?

Santa Giulia á Korsíku

Strendurnar á Korsíku eru margar hverjar gullfallegar en að mati ferðatímaritsins Condé Nast toppar Santa Giulia þær allar. Hvíta ströndin er rétt fyrir utan Porto Vecchio og bæði fjölskylduvæn og góð fyrir fólk á kajökum og róðrarbrettum. 

Porto Katsiki í Grikklandi

Ströndin er á eyjunni Lefkada sem er þó tengd meginlandinu. Porto Katsiki er ein vinsælasta ströndin á svæðinu en sjórinn er einstaklega fallegur á litinn. 

Calanque d'en Vau í Frakklandi

Ströndin er lítil og falleg og liggur á milli Marseille og Cassis. Það er algjört ævintýri að sigla að henni á kajak en einnig er hægt að fara í hressandi göngu frá Cassis. Gangan tekur á en er þess virði. 

Frönsk strönd.
Frönsk strönd. AFP

Luskentyre í Skotlandi

Ströndin er á eyjunni Harris. Hvít ströndin er eins og ævintýri og ekki eitthvað sem maður býst við á skoskri eyju. 

Kvalvika í Noregi

Ströndin er á Lófóten-eyjaklasanum sem er rómaður fyrir náttúrufegurð. Sjórinn við ströndina er sagður minna á sjó á heitari svæðum og jafnast fátt á við gylltan sandinn. Mælt er með því að fá sér miðnætursund á ströndinni á sumrin. 

Praia do Carvalho í Portúgal

Strendurnar á Algarve eru þekktar fyrir að vera troðfullar af ferðamönnum. Á Praia do Carvalho hitta ferðamenn frekar heimamenn. Dramatískt landslagið gerir fólki erfitt fyrir en sem betur fer eru góðar tröppur og göng í gegnum klett sem sólþyrstir geta nýtt sér. Gott er að hafa með sér nesti á þessa strönd. 

Ströndin á kvöldin er dásamleg.
Ströndin á kvöldin er dásamleg. AFP

Zlatni Rat í Króatíu

Ströndin sem einnig er kölluð Gyllta hornið er á króatísku eyjunni Brač í Adríahafinu. Mælt er með því að ganga upp á nálægt fjall til þess að virða fyrir sér formfagra ströndina. 

Cala Macarella á Spáni

Ströndin er á spænsku eyjunni Menorca. Þegar margir eru á ströndinni er gott að vera vel búinn og ganga yfir á Cala Macarelleta, litlu systur strandarinnar. Gott er að vita að þar er nektarströnd. 

Ströndin Sveti Stefan í Svartfjallalandi

Um er að ræða mjög litla eyju en þó flottasta sumarleyfisstað landsins. Allt í kring er skógivaxið svæði. 

Klefitko í Grikklandi

Ströndin Klefitko er á eyjunni Milos. Flestir strandgestir mæta á bátum en einnig er hægt að ganga að ströndinni. 

Playa de Ses Illetes á Formentera

Formentera er ein af Baleareyjunum í Miðjarðarhafi og tilheyrir Spáni. Ströndin og eyjan er eins og að vera í Karíbahafinu en þó í Evrópu. Þarf að segja meira?

Ströndin í Fiðrildadalnum í Tyrklandi

Í dalnum er að finna hundrað tegundir fiðrilda. Sjóleiðin er eina leiðin að ströndinni. Svæðið er eitt það fallegasta í Tyrklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert