Mikilvægt að almenningur eigi rétt á frjálsri för

Mikilvægt er að ganga vel um náttúruna og leyfa henni …
Mikilvægt er að ganga vel um náttúruna og leyfa henni að njóta vafans í samskiptum við manninn Ljósmynd/Ferðafélag Íslands

Á árum áður var hlutverk almannaréttar öðru fremur að tryggja möguleika fólks á að komast milli staða. Nú á dögum er hlutverk almannaréttar ekki síður að tryggja öllum almenningi möguleika á að njóta og upplifa náttúru landsins. Með vaxandi útivist og með fjölgun ferðamanna hefur umferð um landið vaxið gífurlega.

Almannaréttur er einn af lykilþáttum náttúruverndarlaga.

Á árum áður var hlutverk almannaréttar öðru fremur að tryggja möguleika fólks á að komast milli staða. Nú á dögum er hlutverk almannaréttar ekki síður að tryggja öllum almenningi möguleika á að njóta og upplifa náttúru landsins. Með vaxandi útivist og með fjölgun ferðamanna hefur umferð um landið vaxið gífurlega.

Náttúruupplifun og útivist er nátengd náttúruvernd og því er almannaréttur órjúfanlegur þáttur í lögum um náttúruvernd. Almenningur á Íslandi hefur sterk tengsl við landið og náttúruna og viðhorf fólks til náttúruverndar eru grundvölluð á þessum tengslum. Því er mikilvægt að lög um aðgengi fólks að náttúrunni séu sanngjörn. Þannig er til dæmis hlutverk þjóðgarða einkum tvíþætt, annars vegar að vernda náttúruna og hins vegar að tryggja rétt almennings til að ferðast um landið.

Mikilvægt er að almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land enda styðst það við rétt og hefðir á Íslandi frá örófi alda. Stærstur hluti óræktaðs lands er móar, melar, heiðalönd og útjörð sem er lítið eða ekki nýtt nema þá helst til beitar. Engin verndunar- eða nytjaþörf er því á að takmarka eða banna umferð gangandi fólks um slík svæði. Sömuleiðis er mikilvægt að tryggja umferð hjólandi og ríðandi sem og aðra umferð ferðamanna um landið enda gildi sömu sjónarmið fyrir alla hópa útivistar varðandi vernd náttúrunnar og almannaréttar að teknu tilliti til aðstæðna á hverju svæði fyrir sig.

Um leið og mikilvægt er að tryggja almannarétt fólks þá er eðlilegt að við sem ferðumst um landið skiljum að hann getur ekki verið án takmarka enda komi slík ákvæði fram í náttúruverndarlögum. Eðlilegt er að Umhverfisstofnun hafi til þess heimild að grípa til takmörkunar á umferð í þágu verndar viðkvæmrar náttúru enda liggi fyrir skýrar ástæður fyrir takmörkun á umferð.

Tillitssemi, samstarf, samvinna og virðing eru lykilþættir þegar kemur að ferðum okkar um landið. Í því felst meðal annars að fá leyfi landeigenda, upplýsa um för okkar, fylgja lögum og reglum, sýna ólíkum ferðamáta tillitssemi og síðast en ekki síst að sýna náttúrunni virðingu í för okkar um landið.

Uppbygging innviða er mikilvæg til að stuðla að náttúruvernd, stýra …
Uppbygging innviða er mikilvæg til að stuðla að náttúruvernd, stýra umferð og styrkja almannarétt. Ljósmynd/Ferðafélag Íslands
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert