Aldrei séð annan eins bílafjölda

Andstæðurnar í náttúrunni sjást vel á þessari mynd.
Andstæðurnar í náttúrunni sjást vel á þessari mynd. Ljósmynd/Gunnar Freyr Gunnarsson

Ljós­mynd­ar­inn Gunn­ar Freyr Gunn­ars­son hef­ur aldrei séð ann­an eins bíla­fjölda á ein­um stað á Íslandi og á veg­in­um við gosstöðvarn­ar í gær. Gíf­ur­lega löng röð myndaðist meðfram veg­in­um og hafa mynd­ir og mynd­skeið sem Gunn­ar birti af bíla­lest­inni vakið mikla at­hygli á In­sta­gram-síðunni hans Icelandic Explor­er. 

Gunn­ar fór í stutta ferð með þyrlu að eld­gos­inu á laug­ar­dag­inn en fór í lengri ferð fót­gang­andi í gær, þriðju­dag. Gunn­ar seg­ir fínt að hafa ekki kom­ist í lengri ferð fót­gang­andi fyrr en í gær þar sem þá var búið að stika leið að gos­inu. „Við vor­um mætt milli fimm og sex um morg­un­inn,“ seg­ir Gunn­ar sem fylgd­ist vel með veður­spánni. Hann sá sól­ina koma upp á leiðinni og seg­ir ólýs­an­legt að sjá sól­ina beint fyr­ir ofan gosið. 

„Þetta er svo­lítið bratt á ein­um kafla en ann­ars er þetta ekk­ert svo slæmt. Í gær sá maður allskon­ar fólk fara þarna. Maður sá fólk með börn­in sín, hund­ana sína og einnig eldra fólk. All­ir að skoða gosið, bara frá­bært,“ seg­ir Gunn­ar um leiðina. 

Gunnar myndaði langa bílaröð eftir að hann fór að skoða …
Gunn­ar myndaði langa bílaröð eft­ir að hann fór að skoða eld­gosið á þriðju­dag­inn. Ljós­mynd/​Gunn­ar Freyr Gunn­ars­son

Gunn­ar seg­ir að það hafi verið smá áfall að sjá alla bíl­ana þegar hann kom aft­ur að bíln­um sem hann var á. „Við vor­um svo snemma á ferð að það var eig­in­lega eng­inn kom­inn þegar við mætt­um. Við lögðum al­veg við stikuðu leiðina, í besta bíla­stæðinu. Við vor­um á leiðinni til baka rétt eft­ir há­degi. Þá var mikið af fólki,“ seg­ir Gunn­ar.

Hann lagði sam­an tvo og tvo á göng­unni til baka og sá strax fyr­ir sér mynd­ina af bíl­un­um hug­an­um. „Svo kom­um við niður og sáum alla bíl­ana. Ég hef aldrei séð svona marga bíla á ein­um stað á Íslandi,“ seg­ir Gunn­ar. Hann seg­ir bíla­lest­ina hafa náð eins langt og augað eygði. Bíln­arn­ir voru svo marg­ir að þeir komust ekki fyr­ir á einni mynd.

Gunnar tók stórfenglegar myndir af gosinu.
Gunn­ar tók stór­feng­leg­ar mynd­ir af gos­inu. Ljós­mynd/​Gunn­ar Freyr Gunn­ars­son

Gunn­ar hef­ur fengið góð viðbrögð við mynd­un­um af bíl­un­um á In­sta­gram. Fólki finnst frá­bært hversu gosið er aðgengi­legt og öðrum finnst mjög áhug­vert að sjá ann­an vink­il á gos­inu en flest­ir birta mynd­ir af eld­gos­inu sjálfu. 

Gunnar var snemma morguns við eldgosið.
Gunn­ar var snemma morg­uns við eld­gosið. Ljós­mynd/​Gunn­ar Freyr Gunn­ars­son

Marg­ir er­lend­ir aðilar fylgja Gunn­ari á In­sta­gram og hann er meðal ann­ars í sam­starfi við er­lenda aðila. Hann finn­ur mikið fyr­ir aukn­um áhuga á mynd­un­um sín­um. „Það var rosa­leg­ur áhugi þarna fyrst og er í raun­inni enn þá. Ég fékk ótrú­lega mikið áhorf á það sem ég setti í „story“,“ seg­ir Gunn­ar. All­ir sam­starfaðilar hans vilja fá mynd­efni frá gos­inu. Hann er meðal ann­ars að vinna mynd­ir fyr­ir Canon en Gunn­ar er í sam­starfi við mynda­véla­fram­leiðand­ann Canon á Norður­lönd­un­um. 

Hér fyr­ir neðan má sjá bíl­ana sem Gunn­ar myndaði. Sjón er sögu rík­ari. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert