Heima í kósí með kærustunni

Ragga Holm og Elma Valgerður ætla hafa það notalegt um …
Ragga Holm og Elma Valgerður ætla hafa það notalegt um páskana. Ljósmynd/Aðsend

Tón­list­ar­kon­an Ragn­hild­ur Jón­as­dótt­ir, bet­ur þekkt sem plötu­snúður­inn og Reykja­vík­ur­dótt­ir­in Ragga Holm, ætl­ar að vera heima í nota­leg­heit­um um pásk­ana. Hún væri til í að vera í út­lönd­um um pásk­ana sem hún hef­ur enn ekki prófað. 

„Ég vildi óska þess að ég gæti sagst vera að fara til út­landa, aðeins að skreppa í hit­ann en nei nei, ég ætla að eyða pásk­un­um í bæn­um með Elmu Val­gerði kær­ust­unni minni. Kannski bjóða for­eldr­ar og tengdó í góðan mat ef maður er hepp­inn,“ seg­ir Ragga þegar hún er spurð hvað hún ætli að gera um pásk­ana. Ragga ætl­ar auk þess að reyna að klára nokk­ur lög sem hún er með í bíg­erð og stefn­ir á að fara inn í sum­arið með tvö til þrjú ný lög. 

Sérðu fram á að stunda úti­vist um pásk­ana?

„Ég er senni­lega minnsta úti­vist­ar­mann­eskja sem fyr­ir­finnst. Ég dá­ist að fólki sem nenn­ir að þvæl­ast út um allt í alls kon­ar veðri og vind­um. Kannski ég kíki á þess­ar gosslóðir, það er voðal­ega „in“ í dag.“ 

Ragga Holm er ekki mikil útivistarmanneskja.
Ragga Holm er ekki mik­il úti­vist­ar­mann­eskja. Ljós­mynd/​Berg­laug Garðars­dótt­ir

Hef­ur þú nýtt pásk­ana til ferðalaga er­lend­is?

„Eins leiðin­lega og það hljóm­ar, þá nei. Ég hef aldrei farið utan um páska. Það er hefð sem ég styð þó alla leið. Ég ætlaði vissu­lega að skella mér í ár en það er eins og það er, ekki hlaupið í skyndi­ferðir í dag!“

En inn­an­lands?

„Það er aft­ur á móti annað. Það var alltaf voðal­egt sport þegar ég var krakki að fara í bú­stað yfir pásk­ana þannig að það var farið hingað og þangað um landið. Ég reyni að halda í þessa hefð en það er svo­lítið síðan ég fór síðast.“

Hvernig voru pásk­arn­ir í fyrra? Ferðaðist þú bara inn­an­dyra eins og þríeykið hvatti til?

„Ég fór ekki fet. Við vor­um bara heima, föld­um egg­in, fór­um í gott mat­ar­boð og svo bara heim að slátra þess­um eggj­um og horfa á sjón­varpið. Ein­fald­ir og góðir pásk­ar.“

Ragga Holm er í Reykjavíkurdætrum.
Ragga Holm er í Reykja­vík­ur­dætr­um. Ljós­mynd/​Sunna Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka