Hefði flogið út í jarðarförina

Harpa Hrund Berndsen í Preston fyrir tæpum 20 árum en …
Harpa Hrund Berndsen í Preston fyrir tæpum 20 árum en þar hitti hún Elísabetu og Filippus prins. Ljósmynd/Aðsend

Harpa Hrund Berndsen áhuga­kona um bresku kon­ungs­fjöl­skyld­una seg­ist hafa fengið smá áfall þegar hún sá frétt­ir um lát Fil­ipp­usar prins. Harpa hef­ur ferðast til Bret­lands og mætt á viðburði þar sem kon­ungs­fjöl­skyld­an hef­ur verið stödd. Ef ekki væri fyr­ir kór­ónu­veiruna hefði Harpa lík­lega flogið út og verið í Bretlandi þegar jarðarför Fil­ippus­ar fer fram. 

Fil­ipp­us prins var 99 ára þegar hann lést og seg­ir Harpa látið í raun ekki koma á óvart. „Þetta var viðbúið en maður hélt nú samt að hann væri ódauðleg­ur en hann var orðinn svo­lítið illa far­inn.“

Harpa hef­ur haft mik­inn áhuga á kon­ungs­fjöl­skyld­unni síðan hún var ung­ling­ur. „Ég hef mikið fylgst með þeim og fór einu sinni og hitti Fil­ipp­us og drottn­ing­una. Það var í Prest­on á Englandi. Við vor­um í smá píla­gríma­ferð og vor­um búin að skoða dag­skrána þeirra. Við viss­um að þau ættu að vera þar einn til­tek­inn dag og fór­um bara þangað. Það var mjög skemmti­legt. Það voru svo fáir þarna, þetta var á ein­hverri lest­ar­stöð. Þetta var mjög skemmti­leg upp­lif­un,“ seg­ir Harpa og bæt­ir við að hún hafi séð flesta úr kon­ungs­fjöl­skyld­unni.

Harpa Hrund Berndsen við Windsor-kastala þegar Harry og Meghan giftu …
Harpa Hrund Berndsen við Windsor-kast­ala þegar Harry og Meg­h­an giftu sig árið 2018. Ljós­mynd/​Aðsend

Fil­ipp­us var um­deild­ur en Harpa seg­ir lit­ríka per­sónu hans skemmti­lega. „Ég hef alltaf haft mjög gam­an af hon­um. Hann kunni sig ekki alltaf en ég held að maður þurfi að gefa hon­um það að hann var 99 ára. Hann hef­ur upp­lifað meira en við flest. Mér fannst hann gefa kon­ungs­fjöl­skyld­unni skemmti­leg­an lit með húmorn­um sín­um og hvernig hann var svona blátt áfram.“

Varstu far­in að hugsa út í 100 ára af­mælið?

„Ég var búin að hugsa að fara út til Bret­lands þá en svo hef­ur Covid auðvitað sett svo­lítið strik í reikn­ing­inn. Und­ir eðli­leg­um kring­um­stæðum hefði ég ör­ugg­lega farið út núna líka. Þegar Harry og Meg­h­an giftu sig var ég í Windsor fyr­ir utan kirkj­una.“

Harpa ger­ir ráð fyr­ir að jarðarför­inni verði sjón­varpað og á von á því að fylgj­ast með henni heima hjá sér. „Það verður lík­lega eitt­hvert boð heima hjá mér þar sem við drekk­um te úr kon­ung­leg­um boll­um hon­um til heiðurs.“

Hér má sjá Hörpu ásamt Terry Hut en hann er …
Hér má sjá Hörpu ásamt Terry Hut en hann er einn fræg­asti royalisti Bret­lands. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert