Fallegasta útsýnið á Íslandi?

Gengið frá toppi Múlakollu í átt að Kistufjalli.
Gengið frá toppi Múlakollu í átt að Kistufjalli. mbl.is/Bjarni Helgason

Tröllaskaginn klæddi sig í sparifötin um nýliðna helgi og bauð upp á allt það besta sem hann hefur upp á að bjóða.

Það er ekki oft sem hægt er að skíða á Norðurlandi í dúnalogni, glampandi sól og dúndurpúðri en það varð raunin.

Kistufjall í bakgrunn.
Kistufjall í bakgrunn. mbl.is/Bjarni Helgason

Því miður fyrir skíðaþyrsta Íslendinga hefur kórónuveirufaraldurinn herjað á landsmenn á versta tíma því veturinn í ár, og á síðasta ári, hefur sjaldan boðið upp á jafn marga og góða skíðadaga.

Vegna veirunnar hefur skíðasvæðum landsins hins vegar verið skellt í lás mjög reglulega og hafa þau flest verið lokuð stærstan hluta vetrarins og síðasta vetrar.

Það er mikilvægt að vanda valið þegar skíðaleiðirnar eru valdar.
Það er mikilvægt að vanda valið þegar skíðaleiðirnar eru valdar. Ljósmynd/Elís Hólm

Það er því ekkert skrítið að Íslendingar skuli sækja í auknum mæli í bæði fjallaskíði og fjallabretti þar sem hægt er að setja skinn undir skíðin, eða brettið, og ganga upp á fjöll, hvenær og hvar sem er.

Þegar Tröllaskaginn skartar sínu fegursta líta góðar myndir út fyrir að vera frábærar og maður fær það oft á tilfinninguna að maður sé staddur í eins konar málverki.

Það er mikilvægt að fara varlega þegar mikill klaki er …
Það er mikilvægt að fara varlega þegar mikill klaki er í brekkunum. mbl.is/Bjarni Helgason

Um helgina skíðuðum við bæði á Múlakollu, við Gvendarskál, við Kistufjall og í Brimnesdal.

Útsýnið af toppi Múlakollu og við Kistufjall er í einu orði sagt stórbrotið enda tala heimamenn á Ólafsfirði reglulega um fallegasta útsýni landsins. Dæmi nú hver fyrir sig.

Brettað niður Kistufjall.
Brettað niður Kistufjall. mbl.is/Bjarni Helgason

Til þess að komast að Kistufjalli gengum við eftir fjallsbrúninni frá Múlakollu, ofan Gvendarskálar, og var svo skíðað niður í Brimnesdal frá Kistufjalli.

Það hefur reynst sumum erfitt að horfa til baka yfir alla góðu skíðadagana sem maður hefur misst af undanfarið árið en svona helgar, eins og um nýliðna helgi, bæta það svo sannarlega upp.

Skíðað niður Brimnesdal.
Skíðað niður Brimnesdal. mbl.is/Bjarni Helgason

Snjóalög og veður hafa hins vegar lítið að segja ef félagskapurinn er ekki góður enda er hver einasta ferð ákveðin upplifun sem er nauðsynlegt að deila með góðu fólki.

Það mætti því alveg segja að félagsskapurinn skipti öllu máli á fjöllum!

Smelltu hér til að fylgja mér á Instagram.

Það er lykilatriði að taka góðar hópmyndir á toppnum.
Það er lykilatriði að taka góðar hópmyndir á toppnum. Ljósmynd/Elís Hólm
Það er nóg af krefjandi brekkum á Tröllaskaga.
Það er nóg af krefjandi brekkum á Tröllaskaga. Ljósmynd/Elís Hólm
Fullkomnar aðstæður.
Fullkomnar aðstæður. mbl.is/Bjarni Helgason
Eyjafjörðurinn í öllu sínu veldi.
Eyjafjörðurinn í öllu sínu veldi. Ljósmynd/Elísa Björg Sveinsdóttir
Brettað niður Gvendarskál.
Brettað niður Gvendarskál. mbl.is/Bjarni Helgason
Það er ekki oft sem það er heiðskýrt á Tröllaskaga …
Það er ekki oft sem það er heiðskýrt á Tröllaskaga yfir vetrartímann. mbl.is/Bjarni Helgason
Skíðað niður Múlakollu.
Skíðað niður Múlakollu. mbl.is/Bjarni Helgason
Horft yfir Eyjafjörð af toppi Múlakollu.
Horft yfir Eyjafjörð af toppi Múlakollu. mbl.is/Bjarni Helgason
Skíða- og brettafólk elskar snjó.
Skíða- og brettafólk elskar snjó. Ljósmynd/Helga Kristín Jóhannsdóttir
Það var nóg af púðursnjó á Tröllaskaga um síðustu helgi.
Það var nóg af púðursnjó á Tröllaskaga um síðustu helgi. Ljósmynd/Elís Hólm
Einstaklega sáttir skíðamenn í frábærum aðstæðum.
Einstaklega sáttir skíðamenn í frábærum aðstæðum. Ljósmynd/Elísa Björg Sveinsdóttir
Horft yfir Ólafsfjörð úr Gvendarskál.
Horft yfir Ólafsfjörð úr Gvendarskál. Ljósmynd/Höskuldur Elefsen
Það er ekki verra að hafa vélsleða með í för.
Það er ekki verra að hafa vélsleða með í för. Ljósmynd/Anna Lilja Lýðsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert