Fjölskyldur sameinaðar eftir 400 daga aðskilnað

Fagnaðarfundir beggja vegna Tasmanhafs í gær.
Fagnaðarfundir beggja vegna Tasmanhafs í gær. AFP

Ástr­al­ía og Nýja-Sjá­land opnuðu í gær fyr­ir ferðalög á milli land­anna tveggja. Þá þurfa ferðalang­ar frá Nýja-Sjálandi ekki að fara í sótt­kví við komu til Ástr­al­íu og öf­ugt. Fagnaðar­fund­ir voru á flug­völl­um beggja vegna Tasman­hafs þegar fjöl­skyld­ur sam­einuðust á ný eft­ir lang­an aðskilnað. 

Lorrain Wratt, Ný­sjá­lend­ing­ur, sem fest­ist í Ástr­al­íu í des­em­ber á síðasta ári, sagði við frétta­stofu AFP að þetta væri ynd­is­legt. 

„Við kom­um til Ástr­al­íu 11. des­em­ber til að eyða jól­un­um með börn­un­um okk­ar. Við ætluðum að fara heim í fe­brú­ar og þetta er búið að vera pínu mar­tröð,“ sagði Wratt. 

For­sæt­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands, Jac­inda Ardern, sagði fagnaðar­fund­ina vera eins og úr kvik­mynd. „Love Actually, ég ímynda mér að þetta sé líkt því,“ sagði Ardern. Ardern sjálf var í skýj­un­um en hún átti von á nokkr­um ætt­ingj­um. 

Ferðabúbbl­an svo­kallaða hef­ur verið í vinnslu í marga mánuði á milli Ástr­al­íu og Nýja-Sjá­lands en í báðum ríkj­um hef­ur bar­átt­an við kór­ónu­veiruna gengið mjög vel. 

Fjöldi Ný­sjá­lend­inga býr í Ástr­al­íu og fyr­ir heims­far­ald­ur­inn voru tíðar ferðir á milli land­anna tveggja. Flest­ir er­lend­ir ferðamenn á Nýja-Sjálandi eru líka frá Ástr­al­íu. 

„Þetta er eins og eitt stórt land, svo það er rosa­lega gott að vera búin að opna landa­mær­in, það mun hjálpa öll­um fjöl­skyld­un­um,“ sagði Mehat El Masri þegar hann beið á flug­vell­in­um á Nýja-Sjálandi eft­ir syni sín­um sem býr í Syd­ney. Feðgarn­ir höfðu ekki sést í 16 mánuði. 

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, sagði stemninguna vera eins og úr …
For­sæt­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands, Jac­inda Ardern, sagði stemn­ing­una vera eins og úr kvik­mynd. AFP
Fjölskyldur sameinaðar eftir langan aðskilnað.
Fjöl­skyld­ur sam­einaðar eft­ir lang­an aðskilnað. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert