Ekki lengur fjölfarnasti flugvöllurinn

Hartsfield-Jackson Atlanta-alþjóðaflugvöllurinn er ekki lengur sá fjölfarnasti.
Hartsfield-Jackson Atlanta-alþjóðaflugvöllurinn er ekki lengur sá fjölfarnasti. Ljósmynd/Wikipedia.org

Hartsfield-Jackson Atlanta-alþjóðaflugvöllurinn í Bandaríkjunum er ekki lengur fjölfarnasti flugvöllur í heimi. Flugvöllurinn féll niður í annað sæti á síðasta ári eftir að hafa verið í 22 ár á toppnum. 

Guangzhou Baiyun-alþjóðaflugvöllurinn í Kína var sá fjölfarnasti árið 2020 og stökk upp úr 11. sæti frá árinu 2019. 

Miklar breytingar urðu á listanum yfir fjölfarna flugvelli á síðasta ári vegna heimsfaraldursins. 

43,8 milljónir fóru um Guangzhou-flugvöllinn á síðasta ári en þeim fækkaði um 40% milli ára. 42,9 milljónir farþega fóru um Atlanta-flugvöllinn og fækkaði þeim um 61% milli ára. 

Fimm aðrir flugvellir í Kína, Chengdu, Shenzhen, Kunming, Shanghai og Xi'an, voru í efstu 10. sætunum. 

CNN Travel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert