Uppselt á tjaldsvæðum í Bretlandi

Útileguæði hefur gripið Breta.
Útileguæði hefur gripið Breta. Ljósmynd/Pexels/Xue Guangjian

Sannkallað útlileguæði hefur gripið Breta sem sjá margir hverjir ekki fram á að komast suður til Spánar í sumar. Uppselt er á sumum vinsælum tjaldsvæðum í Bretlandi og bókanir á tjaldsvæði hafa aukist um allt að 500% frá því í fyrra.

Þá hafa tjöld og annar útilegubúnaðir selst upp í mörgum verslunum. 

Cornwall, Vatnahéraðið og New Forest-þjóðgarðurinn eru eftirsóttustu staðirnir og er uppselt á vinsælustu tjaldsvæðunum þar fram í ágúst. 

David Scotland, eigandi Outdoor World Direct, segir í viðtali við Independent að eftirspurnin eftir tjöldum sé gríðarleg. Þau hafi sett sumartjöld á forsölu á netinu og þau hafi rokið út. 

„Við höfum sett sumarfjölskyldutjöld á forsölu fyrr og þau hafa selst upp áður en þau koma í vöruhúsið okkar,“ sagði Scotland. Hann bætti við að sendingar frá Kína væru lengur á leiðinni en áður vegna heimsfaraldursins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert