Laumuðust á lúxushótel eftir fangelsisvistina

Lori Loughlin og Mossimo Giannulli skelltu sér á lúxushótel viku …
Lori Loughlin og Mossimo Giannulli skelltu sér á lúxushótel viku eftir að Giannulli losnaði úr fangelsi. AFP

Leikkonan Lori Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Giannulli nutu lífsins á The Madison Club í La Quinta í Kaliforínu í lok apríl. Giannulli losnaði úr fangelsi 16. apríl og voru þau hjónin mætt á hótelið viku seinna. 

Giannulli var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í háskólasvindlsmálinu svokallaða. Loughlin var dæmd í tveggja mánaða fangelsi og lauk sinni afplánun milli jóla og nýárs. Þau játuðu að hafa greitt hálfa milljón bandaríkjadala til að koma dætrum sínum inn í háskóla. 

„Þetta var hinn fullkomni lúxusstaður fyrir þau til að tengjast aftur eftir svo langan tíma hvort frá öðru,“ sagði heimildamaður The Sun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert