Ein stærsta snekkja heims lónar við Siglufjörð

Snekkjan A lónar skammt norður af Öldubrjót á Siglufirði.
Snekkjan A lónar skammt norður af Öldubrjót á Siglufirði. mbl.is/Sigurður Ægisson

Snekkjan A, sem er ein stærsta snekkja í heimi, lónar nú skammt norður af Öldubrjót á Siglufirði. Léttabátur sigldi í land síðdegis í dag. 

Snekkjan er í eigu rússneska viðskiptajöfursins Andrey Melinchenko og hefur verið úti fyrir Íslandsströndum síðustu vikur. Sigldi hún m.a. í Eyjafjörð 14. apríl og var í Krossanesvík um skeið. 

Snekkj­an er tæp­ir 143 metr­ar að lengd og 25 metra breið og ná möst­ur henn­ar þrjú hátt í 100 metra hæð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert