Seldu íbúðina og keyptu býli í Danmörku

Dí­ana Rut Krist­ins­dótt­ir og Er­lend­ur Eg­ilsson fluttu til Dan­merk­ur í …
Dí­ana Rut Krist­ins­dótt­ir og Er­lend­ur Eg­ilsson fluttu til Dan­merk­ur í fyrra. Hér er fjölskyldan saman úti á akri í vor. Ljósmynd/Aðsend

Dí­ana Rut Krist­ins­dótt­ir, sviðslita­kona og dans­ari, og Er­lend­ur Eg­ils­son klín­ísk­ur sál­fræðing­ur fluttu til Dan­merk­ur í fyrra til þess að raungera drauma sína. Dí­ana og Er­lend­ur ákváðu að selja íbúðina sína í Reykja­vík og kaupa gaml­an bónda­bæ rétt fyr­ir utan Kaup­manna­höfn. Á sveita­bæn­um Lysegard stefna þau á að blanda sam­an sér­sviðum þeirra beggja, lík­am­legri og and­legri heilsu. 

Sam­an eiga þau Dí­ana og Er­lend­ur tvö ung börn en fyr­ir á Er­lend­ur þrjú börn á aldr­in­um tíu ára til 21 árs. Þau þekktu Dan­mörku vel og höfðu búið þar áður. Er­lend­ur lærði sál­fræði í Dan­mörku og stór hluti fjöl­skyldu Díönu býr í Dan­mörku.

„Lífið er kannski svo­lítið fjöl­skyldu­vænna hérna í sveit­inni og við för­um aðeins hæg­ar í gegn­um dag­ana. En það togaði auðvitað líka að prófa að vera nær ömmu og afa í Dan­mörku,“ segir Dí­ana. 

Fjölskyldan flutti út til Danmerkur í fyrra.
Fjölskyldan flutti út til Danmerkur í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Þau voru lengi búin að velta fyrir sér hvernig sérsvið þeirra myndu mætast sem best og vissu orðið vel hvað þau vildu gera. Einhvern veg­inn var þó aldrei rétti tím­inn og það var alltaf eitt­hvað sem þurfti að klára fyrst. 

„Við vor­um ein­hvern veg­inn alltaf að bíða eft­ir rétta augna­blikinu til þess að gera það sem okk­ur raun­veru­lega langaði til að gera. Pabbi Díönu hafði í góðu gríni sent okk­ur hlekk á þetta býli, sem við heilluðumst að og það kom okk­ur veru­lega á óvart að við sáum fram á það að geta selt hæðina sem við átt­um í Laug­ar­daln­um og fjár­magnað kaup á býl­inu sam­hliða því að hreinsa veru­lega til í fjár­mál­um okk­ar. Allt í einu voru fjar­læg­ir framtíðardraum­ar orðnir að ein­hverju sem var hald­bært og mögu­legt. Ef við bara þyrðum að færa þá inn í nútíðina,“ seg­ir Erlendur um ákvörðun þeirra að taka stökkið, kaupa býlið og flytja út. 

Húsið er ekta danskt og mjög sjarmerandi.
Húsið er ekta danskt og mjög sjarmerandi. Ljósmynd/Aðsend

Meiri ró í sveit­inni í Dan­mörku

„Líf okk­ar í sveit­inni í Dan­mörku er mjög frá­brugðið lífi okk­ar í Reykja­vík. Okk­ur finnst kannski aðeins gleym­ast hvað Reykja­vík er mik­il stór­borg, þrátt fyr­ir að hún sé smá. Hraðinn í hver­dags­leik­an­um er mik­ill og við vor­um mjög upp­tek­in alla daga. Við höfðum lengi haft sterka löng­un til að breyta venj­um okk­ar og vor­um svo­lítið að slást við það. Að rembast við að lifa hæg­ar. Að reyna að gera færri hluti og gera þá bet­ur. Líf okk­ar hérna í sveit­inni í Præstø er allt öðru­vísi. Það býður al­gjör­lega upp á meiri ró,“ segir Erlendur. 

Erlendur og Díana eru ánægð með lífið í Danmörku.
Erlendur og Díana eru ánægð með lífið í Danmörku. Ljósmynd/Aðsend

Þau segja það áhuga­vert fyr­ir þau sem par og sem ein­stak­linga að búa í sveit­inni. Með hægara lífi eru færri truflanir og því fylgi talsverð ábyrgð.

„Allt verður svo skýrt en verk­efnið okk­ar er að vinna gegn því að fara ekki inn í gamla vana sem eru svo­lítið fyr­ir manni og manni lang­ar ekki að elta. Við finn­um mjög sterkt hérna að við þurf­um að vera gríðarlega heiðarleg við okk­ur sjálf og við hvort annað af því að það er ekk­ert sem tek­ur fókus­inn okk­ar eða trufl­ar. Við erum kannski í smá breyt­ing­ar­fasa sem ein­stak­ling­ar og sem par. Það er ótrú­lega gef­andi en líka bara alls kon­ar; pirr­andi, pínu ógn­vekj­andi, fal­legt, sef­andi, ást­ríkt og kær­leiks­ríkt en það er kannski þetta sem hef­ur komið okk­ur svo­lítið á óvart“ segir Díana.

Fjölskyldan kom upp verkstæði í gömlu útihúsi.
Fjölskyldan kom upp verkstæði í gömlu útihúsi. Ljósmynd/Aðsend

Það var ekki ein­falt fyr­ir sam­setta fjöl­skyldu að taka stökkið. Það þurfti að leysa mörg verk­efni fyr­ir brott­för. Góð sam­skipti við barn­s­móður Er­lends hjálpuðu til að láta draum ís­lensku nú­tíma­fjöl­skyld­unn­ar verða að veru­leika. Þau segjast þó hafa verið svolítið smeyk um að þetta yrði svo alls ekki eins og þau vonuðust til þegar á hólm­inn væri komið. Ofan á allt þetta skall heims­far­ald­ur á.

„Far­ald­ur­inn skell­ur á þegar við erum búin að selja íbúðina okk­ar og kaupa býlið, sam­hliða því að Dí­ana var ólétt. Þannig að, jú, það var mjög mik­il óvissa með alls kon­ar hluti. Það að vera í nýju heil­brigðis­kerfi og eign­ast barn í miðjum heims­far­aldri, er bara sér kafli út af fyr­ir sig. Að börn­in okk­ar byrji í skóla og leik­skóla var svo ann­ar kafli. Þetta hef­ur bless­un­ar­lega gengið mjög vel en óneit­an­lega styrkt mót­læt­isþol okk­ar allra ansi mikið eins og kannski hjá mörg­um fjöl­skyld­um síðastliðið ár,“ segir Erlendur.

Bóndabærinn að vetri til.
Bóndabærinn að vetri til. Ljósmynd/Aðsend

Risa­stórt fjöl­skyldu­verk­efni

Hvernig er að kaupa heil­an bónda­bæ í Dan­mörku?

„Það er nátt­úru­lega bara sturlað. Mögu­leik­arn­ir eru svo mikl­ir að við för­um stöðugt á alls kon­ar flug í koll­in­um með hvað okk­ur lang­ar að gera við býlið. Býlið sjálft er nokkuð stórt, en það eru um tvö þúsund fer­metr­ar og jörðin tæp­lega þrír hekt­ar­ar. Staðsetn­ing­in er líka ótrú­lega fín. Við för­um í göngu­túra og það hlaupa dá­dýr og hér­ar fram hjá okk­ur. Svo er Præstø, bær­inn sem við búum við, bara 45 mín­út­um frá Kaup­manna­höfn en hann er líka mjög sjarmer­andi. Fal­leg­ur stein­hlaðinn lít­ill bær þar sem okk­ur finnst til dæm­is æðis­legt að fara á strönd­ina“ segir Erlendur.

Íþróttahúsið.
Íþróttahúsið. Ljósmynd/Aðsend

Dí­ana og Er­lend­ur hafa staðið nán­ast stans­laust í fram­kvæmd­um síðan þau fluttu út fyr­ir utan ör­stutt hlé þegar Tinni, yngsta afkvæmið, fædd­ist. Þau tóku upp öll gólf og löguðu, lögðu raf­magn, settu nýj­ar pípu­lagn­ir, nýtt eld­hús og slípuðu og lökkuðu meira og minna allt sem þau komust í tæri við. 

Framkvæmdir í alrýminu.
Framkvæmdir í alrýminu. Ljósmynd/Aðsend

„Við höf­um sett rosa mikla orku í að end­ur­nýta allt sem við get­um og lögðum til dæm­is upp­haf­legu gólf­fjal­irn­ar aft­ur, en þær eru 146 ára. Við reyn­um að vera dug­leg að leyfa fólki að fylgj­ast með okk­ur á proj­ectlysegard.com og á In­sta­gram. Fram­kvæmd­irn­ar hafa þró­ast út í eitt risa stórt fjöl­skyldu­verk­efni, sem er al­gjör­lega ynd­is­legt,“ seg­ir parið. 

Fjölskyldan fór í miklar framkvæmdir.
Fjölskyldan fór í miklar framkvæmdir. Ljósmynd/Aðsend

List­ir, hreyf­ing og geðrækt

Proj­ect Lysegard snýst þó um meira en að gera upp gam­alt hús. Í framtíðinni stefna þau á að sam­eina sér­svið sín. Þau lang­ar til að skapa hlýj­an stað þar sem þau vinna með fólki að and­legri og líkam­legri heilsu þeirra. Auk þess ætla þau að búa til rann­sókn­ar­vett­vang fyr­ir list­ir, geðrækt og hreyf­ingu. 

„Við erum að vinna við að setja upp fjög­urra daga vinnu­stof­ur þar sem fólk kem­ur að vinna í heilsu sinni ásamt því að dvelja í nota­leg­um aðstæðum í sveit­inni. Svo mun­um við líka nýta starf­sem­ina til sam­starfs við áhuga­vert fólk,“ segir parið.

Díana með Tinna litla í alrýminu.
Díana með Tinna litla í alrýminu. Ljósmynd/Aðsend

Verk­efn­in eru fjöl­mörg hvort sem það lít­ur að upp­bygg­ingu starf­sem­inn­ar eða að því að betr­um­bæta hús­næðið. 

„Það verður til dæm­is risaverk­efni hjá okk­ur í sum­ar að skipta um þak á öll­um gömlu úti­hús­un­um. Við erum rosa spennt fyr­ir því að setja glerþak yfir hluta af úti­hús­un­um, þar sem svínastí­ur voru áður. Það er verður ör­ugg­lega voða sjarmer­andi að sitja þar og horfa á stjörnu­bjart­an him­in­in. Það er nefni­lega mjög lít­il ljós­meng­un hér í sveit­inni á kvöld­in. Svo mun­um við setja upp íþrótta­hús í einni skemm­unni, sem varð auðvitað for­gangs­atriði í öll­um þess­um lok­un­um sem hafa fylgt heims­far­aldr­in­um.

Svínastíurnar fá nýtt hlutverk.
Svínastíurnar fá nýtt hlutverk. Ljósmynd/Aðsend

Við erum líka að koma upp gist­i­rým­um fyr­ir framtíðargesti, bæði her­bergi og stór bragga­tjöld með kamín­um og rúm­um úti á akri. Þannig að það eru ótrú­lega spenn­andi tím­ar fram und­an hjá okk­ur og við erum full til­hlökk­un­ar að vinna áfram með verkefnið,“ segja Díana og Erlendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert