Íslenski hópurinn á fjögurra stjörnu hóteli

Daði og Gagnamagnið dvelur á vel staðsettu hóteli í Rotterdam.
Daði og Gagnamagnið dvelur á vel staðsettu hóteli í Rotterdam. Ljósmynd/RÚV/Gísli Berg

Íslenski Eurovsion-hópurinn fór til Rotterdam á laugardaginn en Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í næstu viku. Hópurinn dvelur á hótelinu NH Atlanta Rotterdam sem er fjögurra stjörnu hótel á besta stað í Rotterdam. 

„Þetta er ágætis hótel, ekkert frábært, en fínt. Staðsetningin er mjög góð, við erum í miðbæ Rotterdam, sem er gott,“ segir Rúnar Freyr Gíslason sem er með íslenska hópnum í Rotterdam. 

Rúnar Freyr segir þrjú önnur lönd dvelja á hótelinu en það eru Malta, Rúmenía og Pólland. „Okkur var sagt að kannski yrðu örfáir aðrir ferðamenn, en þeir koma ekki nálægt Euroförum, borða annars staðar og svo framvegis. Hér ganga allir um með grímu, nema þegar borðað er, en þá er hvert land með sín borð.“

Hótelið er hluti af NH-hótelkeðjunni sem rekur yfir 350 hótel í 28 löndum. Á myndunum hér að neðan má sjá myndir af hóteli íslenska hópsins.

Ljósmynd/NH Hotels
Ljósmynd/NH Hotels
Ljósmynd/NH Hotels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert