Snekkjan A, ein stærsta lúxussnekkja heims, lónar nú utan við Skagafjarðarhöfn. Um 65 manns eru um borð í snekkjunni sem er í eigu rússneska viðskiptajöfursins Andrey Melinchencko.
Snekkjan hefur verið úti fyrir Íslandsströndum síðustu vikur og hefur hún meðal annars siglt inn í Eyjafjörð og Siglufjörð.
Snekkjan er tæpir 143 metrar að lengd og 25 metra breið og ná möstur hennar þrjú hátt í 100 metra hæð. Ljósmynd sem mbl.is fékk hjá Þorbjörgu Harðardóttur sýnir vel stærð snekkjunnar í samanburði við Skagfirðingabúð og höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga.