Íslendingar eru byrjaðir að skipuleggja utanlandsferðir sínar næstu mánuði. Mikil aðsókn er í ferðir næsta vetur og er til að mynda uppselt í skíðaferðir eftir áramót að því fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Íslenskir skíðagarpar hafa margir hverjir beðið lengi eftir sinni árlegu skíðaferð í Alpana.
„Vel gengur að bóka í ferðir eftir því sem líður á haustið og uppselt er í ferðir til Tenerife yfir jólin og í skíðaferðir eftir áramót,“ sagði Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Vita, í viðtali við Viðskiptablaðið.
Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrval Útsýn, sagði í viðtali við Ferðavef mbl.is í vikunni að mikill áhugi væri á ferðum til Tenerife, Alicante og Kanarí-eyja um næstu jól. Upp seldist í ferðir sem voru á dagskrá og bætti Úrval Útsýn tveimur ferðum til Tenerife til viðbótar.„Fólk er að tryggja sér sæti í jóla- og áramótaferðirnar snemma. Þær eru alltaf vinsælara og sætaframboð hefur verið takmarkað undanfarin ár,“ sagði Þórunn.