Ungverska flugfélagið Wizz Air mun hefja beint flug til Keflavíkur frá höfuðborg Ítalíu, Róm, samkvæmt heimasíðu flugfélagsins. Síðasta sumar var félagið með beint flug frá Mílanó einu sinni í viku, en þurfti að bæta við flugferðum þaðan þegar leið á sumarið vegna vinsælda.
Flogið verður á alþjóðaflugvöllinn Fiumicino (FCO) sem er 35 kílómetra frá höfuðborginni. Fyrsta flug til Rómar verður föstudaginn 16. júlí og er verðið frá 8.400 krónum á gengi dagsins.
Wizz Air mun fljúga þrisvar í viku út sumarið og einnig næsta vetur, þetta er því frábær möguleiki fyrir landsmenn til að lengja sumarið næsta haust á Ítalíu.