Draugalegur flugvöllur yfirgefinn í 47 ár

Alþjóðaflugvöllurinn í Nicosia hefur staðið tómur í 47 ár. Fréttastofa AFP heimsótti flugvöllinn á dögunum. Flugvöllurinn er í vesturhluta borgarinnar Nikósíu sem er höfuðborg Kýpur. 

Upprunalega var flugvöllurinn aðalflugvöllur eyjarinnar en eftir innrás Tyrkja árið 1974 var allri starfsemi hætt. Hann hýsir nú höfuðstöðvar friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna á Kýpur. 

Völlurinn var reistur á fjórða áratug síðustu aldar og var í fyrstu herflugvöllur. Í seinni heimsstyrjöldinni voru flugbrautir hans notaðar af sprengjuvélum bandamanna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert