Fóru 100 sinnum upp kirkjutröppurnar á Akureyri í dag

Gurrý Torfa skokkaði 100 sinnum upp kirkjutröppurnar á Akureyri í …
Gurrý Torfa skokkaði 100 sinnum upp kirkjutröppurnar á Akureyri í dag ásamt Ragnhildi Eiríksdóttur. Skjáskot/Facebook

Líkamsræktardrottningin Gurrý Torfa og lífskúnstnerinn og flugfreyjan Ragga Eiríks reyndu í dag að jafna fremur furðulegt met í blíðviðrinu á Akureyri. Það er að skokka eða ganga 100 sinnum upp og niður tröppurnar við Akureyrarkirkju.

Í gær birti Ragga Eiríks, eiginkona Þorgríms Þráinssonar rithöfundar, myndband á Instastory þar sem hún sagðist áætla að þessi áskorun gæti tekið þær 5 klukkustundir í framkvæmd. Þær fóru af stað klukkan 10 í morgun í æðislegu veðri á Akureyri.

Ragga Eiríks skrásetur fyrstu ferðina upp kirkjutröppurnar á Akureyri.
Ragga Eiríks skrásetur fyrstu ferðina upp kirkjutröppurnar á Akureyri. Skjáskot/Instagram

Á Instastory tók Ragga Eiríks mynd af sér eftir 30 ferðir þar sem hún var að kjamsa á kókosbollu. Hún fékk sér svo aðra eftir 51 ferð en á þeim tímapunkti voru þær orðnar mjög þreyttar og töluðu um að vera búnar að týna gleðinni en með rétta hugarfarinu voru þær sannfærðar um að gleðin kæmi fljótlega aftur.

Ragga Eiríks fær sér kókosbollu eftir 30 ferðir upp kirkjutröppurnar …
Ragga Eiríks fær sér kókosbollu eftir 30 ferðir upp kirkjutröppurnar á Akureyri. Skjáskot/Instagram

Þær birtast svo aftur á Instastory eftir 75 ferðir og var Ragga Eiríks þá „komin í harðara efni“, eins og hún segir sjálf en þá var hún byrjuð að narta í Anthon Berg-marsipansúkkulaði og sagðist aðeins eiga eina kókosbollu eftir.

Skjáskot/Instagram

Gurrý Torfa kláraði á undan Röggu Eiríks og sagðist Gurrý alls ekki mæla með þessu og ætlaði beint í kalda karið til að kæla kálfann sem var að angra hana í dag. Þegar Gurrý kláraði átti Ragga 10 ferðir eftir og efaðist um að hafa orku í meira en hélt þó áfram og fór að notast við óhefðbundnar leiðir þegar þrjár ferðir voru eftir.

Skjáskot/Instagram

Ragga Eiríks kláraði síðustu ferðina rétt fyrir klukkan 16 og ferðavefur mbl.is óskar þeim til hamingju með þetta furðulega framtak og það verður gaman að fylgjast með þeim á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert