Heilluðust af Grikklandi og flytja nú inn vín

Landsliðsmaðurinn Ögmundur Kristinsson og eiginkona hans Sandra Steinarsdóttir flytja inn …
Landsliðsmaðurinn Ögmundur Kristinsson og eiginkona hans Sandra Steinarsdóttir flytja inn vín frá Grikklandi.

Lögfræðingurinn Sandra Steinarsdóttir og eiginmaður hennar, landsliðsmaðurinn Ögmundur Kristinsson, féllu algjörlega fyrir gæðum grískra vína þegar þau fluttu til Grikklands árið 2018. Í sumar hófu þau að flytja inn vín frá Grikklandi og stefna á innflutning á fleiri vörum frá landinu. Vínin frá Grikklandi eru nú fáanleg í vefverslun Vínbúðarinnar og á grískvín.com.

Sandra og Ögmundur hafa búið erlendis síðan 2014 vegna atvinnu Ögmundar en hann er á mála hjá gríska liðinu Olympiacos. 

„Eftir að við fluttum til Grikklands fórum við að kynnast gæðum grískra vína en þau eru að okkar mati þau bestu. Við uppgötvuðum að við höfum líklega aldrei áður smakkað grísk vín og fórum þá að athuga hvaða grísku vín væru í boði á Íslandi. Það kom þá í ljós að engin grísk vín voru til sölu hjá Vínbúðinni. Við fengum þá hugmynd um að flytja grísk vín til Íslands til þess að gera Íslendingum kleift að njóta líka,“ segir Sandra í viðtali við mbl.is. 

„Grikkir eiga langa sögu af vínframleiðslu og víndrykkju sem er …
„Grikkir eiga langa sögu af vínframleiðslu og víndrykkju sem er stór hluti af grískri menningu. Til að byrja með var vín í Grikklandi ekki af góðum gæðum og var það ekki fyrr en á tíunda áratugi 20. aldar, sem það fór að breytast.“

Hjónin búa nú ásamt syni sínum Skarphéðni Harry og hundinum Frosta í Glyfada í Aþenu og kunna einstaklega vel við sig. „Glyfada er algjör draumastaður og við elskum að búa þar. Allt morandi í lífi, æðislegum veitingastöðum, kaffihúsum, verslunum, leikvöllum, pálmatrjám og stutt í ströndina,“ segir Sandra. Áður bjuggu þau í Larissa þegar Ögmundur spilaði með AEL.

„Grikkir eiga langa sögu af vínframleiðslu og víndrykkju sem er stór hluti af grískri menningu. Til að byrja með var vín í Grikklandi ekki af góðum gæðum og var það ekki fyrr en á tíunda áratug 20. aldar, sem það fór að breytast. Betri menntun, tækni, fjárfestingar í vínekrum og víngerðum og krefjandi markaður voru breyturnar. Nú eru yfir 1.200 víngerðir í Grikklandi og er grískt vín selt um allan heim,“ segir Sandra. 

Assyrtiko- og Xinamavro-þrúgurnar eru meðal þeirra vinsælustu í Grikklandi en fjögur af vínunum þeirra koma einmitt þaðan. Grísk vín eru almennt talin einkennandi fyrir ferskleika, hreinan arómatískan prófíl og að þau passi vel með mat.

Þau flytja inn vín frá Kir-Yianni og Domaine Sigalas. 

Þau flytja inn vín frá Kir-Yianni og Domaine Sigalas.
Þau flytja inn vín frá Kir-Yianni og Domaine Sigalas.

„Við höfðum keypt reglulega vín frá þessum vínframleiðendum og þegar við fengum þá hugmynd að flytja inn grísk vín þá talaði ég við vínráðgjafa sem gaf mér upplýsingar til þess að setja mig í samband við þá. Ég setti mig í samband við framkvæmdastjóra vínframleiðendanna og áttum við mjög góðar samræður. Við tókum fljótlega þá ákvörðun að vinna saman að þessu verkefni, að koma grísku gæðavíni til Íslands,“ segir Sandra. 

Fjölskyldan nýtur sín vel í Grikklandi og segir Sandra einn helsta kostinn að þar er veðrið mjög gott og nánast alltaf sól. „Það er líka einhver sérstakur fílingur hérna sem er gaman að upplifa, mjög afslappaður, en það einkennir svolítið hugarfar Grikkja, þeir eru ekki mikið að stressa sig á hlutunum. Svo er það maturinn, strendurnar, verslanirnar, leikvellirnir og svo mætti lengi telja, nóg í boði í þessu fallega landi,“ segir Sandra. 

Hún segir að þau séu strax farin að huga að því að flytja fleiri vörur heim til Íslands. „Eitt það besta við að búa í Grikklandi er hversu mikið úrval er af fjölbreyttum gæðavörum. Það er alveg hellingur af vörum sem við hefðum áhuga á að flytja til Íslands.“

„Það er líka einhver sérstakur fílingur hérna sem er gaman …
„Það er líka einhver sérstakur fílingur hérna sem er gaman að upplifa, mjög afslappaður, en það einkennir svolítið hugarfar Grikkja, þeir eru ekki mikið að stressa sig á hlutunum.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka