Reynisfjara valin sjötta besta strönd í heimi

Reynisfjara í Vík í Mýrdal hefur verið valin sem sjötta besta ströndin í öllum heiminum, af alþjóðlegu ferðasíðunni Big 7 Travel.

Þá var Reynisfjara einnig valin 14. besta ströndin í Evrópu á lista Tripadvisor fyrr á árinu.

Ferðasíðan  Big 7 Travel gefur árlega út lista yfir 50 bestu strendur í heiminum. Til þess að ákveða hvaða strendur skara fram úr notar síðan samanlagt skor fyrri fjölmiðlasíðna ásamt mati frá þeirra eigin ritstjórn.

Listinn er fjölbreyttur með alls konar fallegar strendur, í fyrsta sæti er Vaeroy Beach í Noregi, í öðru er síðan Whitehaven Beach á Whitsunday-eyjunum í Ástralíu og í því þriðja er Fig Tree Bay í Protaras, Kýpur. 

  1. Vaeroy Beach – Noregur
  2. Whitehaven Beach – Whitsunday-eyjar, Ástralía
  3. Fig Tree Bay – Protaras, Kýpur
  4. Grace Bay – Turks og Caicos-eyjar
  5. Secret Lagoon – El Nido, Palawan, Filippseyjar
  6. Reynisfjara Beach – Vík í Mýrdal, Ísland
  7. Source d’Argent – Seychelles-eyjar
  8. Playa Ruinas – Quintana Roo, Mexíkó
  9. Kanuhura Maldives – Lhaviyani Atoll, Maldíveyjar
  10. Pig Beach – Bahamaeyjar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert