Ráðherrar njóta fyrir norðan

Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra …
Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra njóta nú í veðurblíðunni fyrir norðan. Samsett mynd

Besta veðrið er fyrir norðan um þessar mundir og það vita ráðherrar í ríkisstjórn Íslands. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er staddur á Akureyri með fjölskyldunni og skellti sér í jólahúsið í Eyjafirði. 

Til að setja puntkinn yfir i-ið á Akureyrarupplifuninni fór ráðherrann svo á Greifann og fékk sér pítsu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er á svipuðum slóðum og Ásmundur Einar en hún var stödd á Dalvík í gærkvöldi. Í dag fór hún svo í Bruggsmiðjuna Kalda og mælti með því að fólk skellti sér í brugghús víða um land. 

Áslaug Arna mælir með því að fólk heimsæki brugghús landsins.
Áslaug Arna mælir með því að fólk heimsæki brugghús landsins. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert