Soliani mætt til Mykonos

Nathalia Soliani þykir hitinn steikjandi á grísku eyjunni Mykonos.
Nathalia Soliani þykir hitinn steikjandi á grísku eyjunni Mykonos. Skjáskot/Instagram

Brasilíska ofurfyrirsætan Nathalia Soliani er stödd í sólinni á grísku eyjunni Mykonos um þessar mundir samkvæmt samfélagsmiðlinum Instagram. Eyjan þykir ein af djásnum gríska Eyjahafsins og er einn vinsælasti ferðamannastaður fræga fólksins í Evrópu. 

Soliani birtir mynd af sér á Instagram þar sem hún gengur upp tröppur og með gríska Eyjahafið í bakgrunni. „Það var steikjandi hiti í dag,“ skrifaði hún við myndina. 

Eyjan Mykonos komst talsvert í umræðuna í sumar þegar fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason var talinn hafa átt í leynilegu ástarsambandi á grísku eyjunni með þýsku leikkonunni Valentinu Pahde. Pahde var þátttakandi í þýska raunveruleikaþættinum Let's Dance þar sem hún kynnist Rúrik, sem vann keppnina svo eftirminnilega.

View this post on Instagram

A post shared by NAT (@nathaliasoliani_)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka